Íslenski boltinn

Ólafur: Sápa á hönskunum hjá Gunnari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/skjáskot
„Þetta var kaflaskiptur leikur. Við byrjuðum illa og vorum slakir. Við gáfum opnanir og þeir hefðu getað skorað áður en þeir komumst yfir,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn. 

FH og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Við gefum þeim svo mark og þar hefur verið einhver sápa á hönskunum hjá Gunnari í markinu. Í seinni hálfleik spiluðum við af þeirri ákefð sem ég vill sjá liðið spila.“

Ólafur segir að liðið hafi skapað sér nægilega góð færi í leiknum til að skora fleiri.

„Við þurfum bara að gera meira til að vinna fótboltaleik. Fylkismenn komu okkur ekkert á óvart í kvöld. Þeir voru lélegir á móti Stjörnunni og við vissum að við myndum fá þá dýrvitlausa hingað. Það hefði verið gaman að vera einn á toppnum en við verðum þá bara að vinna leikina.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×