Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 19:23 Frá oddvitaumræðum um helgina. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Kosningar 2018 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Kosningar 2018 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira