Tvær fylkingar funda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:30 Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra. Kosningar 2018 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra.
Kosningar 2018 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira