Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 14:49 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist telja að stemning sé fyrir alvöru breytingum í borgarstjórn. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46