Ósvífinn og óþekktur saurdólgur gengur laus Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2018 14:11 Hér getur að líta mynd af skitugemsanum sem leysti niður um sig og lét vaða á glugga verslunar í hjarta borgarinnar, þegar sjálf lýðræðishátíðin stóð sem hæst. Af instagramsíðu Ernu Margrétar „Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu. Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
„Já, þetta var heldur betur óskemmtilegt,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir í veipbúðinni Gryfjunni sem stendur við Veltusund 1 – í hjarta borgarinnar. Hún birti myndir á Instagramsíðu sinni, heldur ókræsilegar, þar sem getur að líta óþekktan mann sem hefur lagt rasskinnar sínar utan í rúðu verslunarinnar og lætur smúlinn úr afturendanum vaða. Brún spýjan gusast á gluggann. Manninum virðist hafa orðið allverulega brátt í brók – og hefur látið eitthvað í sig það sem þoldi enga bið í iðrum þessa óþekkta saurdólgs.Atvikið náðist á öryggismyndavél Mynd Ernu Margrétar hefur vakið mikla athygli og hafa fjölmiðlar á borð við DV og Nútímann stokkið til og sagt af þessu miður kræsilega uppátæki mannsins. En, hann er ófundinn enn og óþekktur. Nei andskotinn... #miðbæjarlífið A post shared by ernamagga (@ernamagga) on May 27, 2018 at 7:08am PDTErna Margrét segir að það hafi orðið uppi fótur og fit þegar þetta uppgötvaðist en sæmilegar myndir náðust af atvikinu í öryggismyndavél Gryfjunnar. Starfsmaður hennar sem kom að ósköpunum var í miklu uppnámi og sendi henni Snapchat-skilaboð:Hjálp! Hvað á ég að gera? Ég segi upp! Háþrýstidælu strax! „Þetta var algjör viðbjóður,“ segir Erna Margrét og horfir meðal annars til þess að þau voru nýbúin að þrífa allt vandlega í kringum búðina með háþrýstidælu og voru nýlega búin að skila henni.Kamar skammt undan Þau hjá Gryfjunni horfðu svo sér til mikillar furðu á myndbandsupptökur af manninum þar sem hann tekur sér sæmilega góðan tíma, um mínútu, í að horfa í kringum sig, leysa niðrum sig og láta þá vaða. Atvikið gerðist snemma að morgni kosninganætur.Erna Margrét kannast ekki við kauða en segir að þau hafi sæmilega mynd af andliti mannsins. Hún ætlar ekki að kæra til lögreglu en vonar að skitugemsinn sjái þetta og skammist sín.„Engin smá buna sem stendur út úr afturendanum á manninum. Hann kíkir í kringum sig. Það er fólk á ferli, bjart … þetta hefur líkast til verið morguninn. Okkur grunar að hann hafi verið ölvaður því ekki sá hann kamar sem er þarna þremur metrum frá.“ Erna Margrét segist ekki hafa kært manninn, hún vonast bara til þess að hann sjái þetta og skammist sín. „Við erum með hliðarmynd af andlitinu á honum en ég myndi aldrei gera honum það að birta prófílmynd. Nei, ég kannast ekki við kauða. Þetta er maður milli þrítugs og fertugs.“ Systurfélag Gryfjunnar er Gyllti kötturinn, verslun sem er á svipuðum slóðum og þar hafa þau aldrei lent í neinu í líkingu við þetta. Hins vegar háttar svo til með Gryfjuna að hún er að nokkru niðurgrafin og fólk virðist líta svo á að þar sjái enginn til þeirra þegar þau eru komin niður tröppurnar. Þarna hefur fólk kastað af sér þvagi, ælt en þetta er fyrsta skipti sem þau í Gryfjunni fá yfir sig skitugemsa af þessari gráðu.
Neytendur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent