Sara Björk ekki með á móti Slóveníu: Frá í fimm til sex vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:31 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leik gegn Þjóðverjum. vísir/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Sjá meira