Sara Björk ekki með á móti Slóveníu: Frá í fimm til sex vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 13:31 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir í leik gegn Þjóðverjum. vísir/getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið hópinn fyrir leik á móti Slóveníu í undankeppni HM 2019 en leikurinn við slóvensku stelpurnar fer fram á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í leiknum. „Mjög slæmt að missa Söru,“ sagði Freyr á fundinum. Sara Björk meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og varð að yfirgefa völlinn eftir tæpan klukkutíma leik. Nú er komið í ljós að það er rifa í hásininni og að hún verður frá í fimm til sex vikur. Freyr valdi 21 leikmann í hópinn að þessu sinni en ekki 20 leikmenn eins og hann er vanur. Óvissa í kringum meiðsli Rakelar Hönnudóttur kallar á auka leikmann. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn sem og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Þær hafa byrjað tímabilið vel í Pepsi-deildinni. Anna Rakel Pétursdóttir kemur líka inn í hópinn en Hlín Eiríksdóttir mun hinsvegar einbeita sér að verkefni með 19 ára landsliðinu. Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti í riðlinum en komast upp í toppsætið með sigri. Lokaleikir riðlakeppninnar eru síðan í haust en íslenska liðið spilar þrjá síðustu leiki sína á heimavelli. Ísland vann 2-0 sigur úti í Slóveníu í fyrri leik liðanna en mörkin í leiknum skoruðu þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Rakel Hönnudóttir. Íslenska liðið er enn taplaust í riðlinum með fjóra sigri og eitt jafntefli í fimm leikjum.Íslenski hópurinn á móti Slóveníu:Our squad for the @FIFAWWC qualifier against Slovenia on June 11.#dottirpic.twitter.com/O8D83rzEi8 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2018Markmenn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgarden Sandra Sigurðardóttir, Valur Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik Varnarmenn Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden Sif Atladóttir, Kristianstad Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA Miðjumenn Sandra María Jessen, Þór/KA Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Rakel Hönnudóttir, LB07 Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa Sóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik Elín Metta Jensen, Valur Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira