Tvísýnt hvort úrkomumet maímánaðar verði slegið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 12:28 Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði svo úrkomumetið stendur tæpt. vísir/sigtryggur ari Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.
Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira