Tvísýnt hvort úrkomumet maímánaðar verði slegið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 12:28 Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði svo úrkomumetið stendur tæpt. vísir/sigtryggur ari Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.
Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira