Engar formlegar viðræður hafnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:46 Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11