Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2018 08:39 Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. Vísir/BBH „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira