Hlutföllin að þokast í rétta átt Sveinn Arnarsson skrifar 28. maí 2018 06:00 Í Reykjavík eru nærri tveir af hverjum þremur borgarfulltrúum konur. Vísir/ernir Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fleiri konur en nokkru sinni fyrr náðu kjöri til sveitarstjórna í kosningum helgarinnar. Konur eru nú um 47 prósent sveitarstjórnarmanna en voru um 44 prósent fyrir fjórum árum. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, er að vonum ánægð ef hlutfall kynjanna er að jafnast enn frekar í sveitarstjórnum landsins. „Samkvæmt fyrstu skoðun virðist vera að draga saman með kynjunum en það er afar jákvætt að heildarhlutfallið er að jafnast. Þetta er því að þokast í rétta átt,“ segir Katrín Björg. „Hins vegar munum við fara ítarlega ofan í þessar tölur og skoða hvernig þetta lítur út í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Kynjaskiptingin er auðvitað mismunandi eftir sveitarfélögunum.“ Katrín segir jafna stöðu kynjanna innan sveitarfélaga auðvitað æskilega. „Þó við séum auðvitað ánægð með þetta munum við einnig skoða stöðu sveitarstjóra vítt og breitt um landið. Þar er heilmikið sem þarf að horfa til en einn af hverjum fjórum sveitarstjórum á síðasta kjörtímabili var kona. Það verður að segjast að það hlutfall er ekki eins ákjósanlegt og hlutfall kvenna inni í sveitarstjórnunum sjálfum,“ bætir Katrín Björg við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15 Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi. 27. maí 2018 20:15
Konur 65 prósent borgarfulltrúa Síðast voru konur fleiri en karlar í borgarstjórn árið 2013 og þar áður árið 1994. 27. maí 2018 09:20
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25