Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48