Íslenski boltinn

Ólafur Karl: Líður eins og ég sé 46 ára

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Ólafur Karl er hann skrifaði undir samninginn við Val í haust.
Ólafur Karl er hann skrifaði undir samninginn við Val í haust. vísir/ernir
Ólafur Karl Finsen var hetja Vals í dag í 2-1 sigri þeirra á toppliði deildarinnar, Breiðablik.

Kom hann inná á 86 mínútu og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn; skoraði sigurmarkið á 88. mínútu við gríðarlegan fögnuð stuðningsmanna Vals á á Origo-vellinum.

 

Voru þetta fyrstu mínútur Óla í Pepsi-deildinni í sumar og fyrsti deildarleikur hans í Valstreyjunni rauðu. Tilfinningin að skora sigurmarkið hlýtur að hafa verið góð.

 

„Hún er mjög góð. Það er aðallega gott samt að fá þessi þrjú stig. Það er það sem skiptir mestu máli.“

 

Líkt og kom fram að ofan voru þetta fyrstu mínútur Óla í sumar. Hann hlýtur að vera orðinn þreyttur á þessari bekkjarsetu.

 

„Ég er ekkert orðinn pirraður á því að sitjá á bekknum. Ég er vissulega ekkert voðalega voðalega spenntur alltaf á leikdögum en ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig.”

„Ég er búinn að vera í veseni með hnéð á mér og er því ekki í jafn góðu leikformi og aðrir. Þannig að ég skil mjög vel þegar að aðrir fá tækifærið frekar en ég.

 

En hvernig er hnéð núna?

„Það er allt í lagi. Mér líður samt eins og ég sé 46 ára þrátt fyrir að ég sé bara 26 ára. Það er ein erfið æfing á viku hjá mér og restin verður að vera hvíld. Það er ekki alveg nógu skemmtilegt.

 

Óli var spurður hvort hann gæti ekki gert kröfu um meiri leiktíma eftir þessa innkomu.

 

„Vonandi fæ ég að spila meira en það sem skiptir mestu máli er að liðinu fari að ganga betur.”

 

Hvernig lýst honum síðan á komandi leiki?

 

„Ég veit það ekki. Ég hef ekkert skoðað leikplanið en það hljóta að vera einhverjir skemmtilegir leikir framundan,“ sagði Óli að lokum og brosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×