Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óformlegar þreyfingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Rýnt verður í úrslit kosninganna og framhaldið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við ræðum meðal annars við heimafólk í Árneshreppi þar sem virkjunarsinnar unnu sigur í kosningunum í gær og sýnum frá kosningavökum flokkanna í borginni. Loks hittum við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík, en hún verður yngsti borgarfulltrúinn í Reykjavík frá upphafi og þekkir fátækt af eigin raun.

Ekki missa af fréttum Stöðvar tvö og Bylgjunnar, í opinni dagskrá, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×