Dagur útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 12:08 Eyþór segir niðurstöður kosninganna vera skýrt ákall um breytingar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.” Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.”
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44