Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 10:43 Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík var 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 90.135 manns voru á kjörskrá í Reykjavík en 60.422 skiluðu sér á kjörstað. Það er kjörsókn upp á 67 prósent. Þetta er nokkuð betri kjörsókn en í síðustu borgarstjórnarskosningum þegar kjörsóknin var 62,9 prósent. Þetta kann að virðast ágæt kjörsókn þegat tölfræðin er borin saman við tölur úr síðustu kosningum. Það hlýtur engu að síður að vera umhugsunarefni að þrjátíu þúsund Reykvíkingar ákveða að nýta ekki lýðræðislegan rétt sinn og sitja heima í stað þess að hafa áhrif á hvernig sveitarfélaginu er stjórnað. Í Kópavogi var kjörsóknin 63,4 prósent eða rúmlega 3 prósentustigum meiri kjörsókn en í síðustu kosningum. Áhugi á pólitík á Seltjarnarnesi hefur aukist frá síðustu kosningum eða flokkarnir voru duglegri að smala á kjörstað að þessu sinni því 75 prósent Seltirninga skiluðu sér á kjörstað sem er aukning um tp 7 prósentustig frá kosningunum 2014. Í Garðabæ, öðru sterku vígi Sjálfstæðisflokksins, var kjörsóknin svipuð og síðast eða 67 prósent en 66 prósent í kosningunum 2014. Á Akureyri var kjörsóknin 66,3 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum þegar 67 prósent atvkæðisbærra bæjarbúa skiluðu sér á kjörstað. Í Hafnarfirði dróst kjörsókn saman um eitt og hálft prósentustig en aðeins 58 prósent Hafnfirðinga nýttu atkvæðisréttinn að þessu sinni. Það er næstlakasta kjörsókn í sveitarfélagi á landinu öllu. Aðeins í Reykjanesbæ var lakari kjörsókn. Þar skiluðu sér aðeins 57 prósent á kjörstað sem er 12 prósentustigum minna en í kosningunum 2014. Það verður væntanlega verkefni fyrir embættismenn íReykjanesbæ að rannsaka hvað gerðist á árinu 2018 sem varð til þess að jafn fáir ákváðu að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa að þessu sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15