Innlent

Dagur segir núverandi aðalskipulag og þróun borgarinnar hafa haldið meirihluta

Sylvía Hall og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segist vera bjartsýnn á framhaldið eftir niðurstöður næturinnar og segist líta svo á að núverandi aðalskipulag og framtíðarsýn hafi haldið meirihluta í nótt. 

Samfylkingin hlaut 25,9% atkvæða og verður því næststærsti flokkurinn í borgarstjórn með sjö fulltrúa, en Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 30,8% atkvæða og átta fulltrúa. Einnig er ljóst að núverandi meirihluti hélt ekki velli og staðan því breytt. Hann segir að línurnar muni skýrast betur í dag. „Nú er kosningunum lokið og margir nýir flokkar komnir inn í borgarstjórn og spilin stokkuðust svolítið upp á nýtt."

Dagur segir Viðreisn vera í lykilstöðu þegar kemur að því að mynda meirihluta eftir að úrslitin urðu ljós, en þau hlutu tvo fulltrúa í borgarstjórn og hafa ekki viljað gefa upp hvort þau myndu heldur vinna með Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki. 

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi við Dag í morgun um úrslitin og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×