Innlent

Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Borgarfulltrúar í Reykjavík.
Borgarfulltrúar í Reykjavík. Vísir/Gvendur
Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn er fallinn í sveitarstjórnarkosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa.

Lokatölur voru kynntar á sjöunda tímanum.

60.422 greiddu atkvæði og var kjörsókn 67%. Auðir seðlar voru 1268 og ógildir 183. 

B-listi Framsóknar fær 1.870 atkvæði eða 3,2%

C-listi Viðreisnar fær 4.812 atkvæði eða 8,2%

D-listi Sjálfstæðisflokksins fær 18.146 atkvæði eða 30,8%

E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar fær 125 atkvæði eða 0,2%

F-listi Flokks fólksins fær 2.509 atkvæði eða 4,3%

H-listi Höfuðborgarlistans fær 365 atkvæði eða 0,6%

J-listi Sósíalistaflokksins fær 3758 atkvæði eða 6,4%

K-listi Kvennahreyfingarinnar fær 528 atkvæði eða 0,9%

M-listi Miðflokksins fær 3.615 atkvæði eða 6,1%

O-listi Borgin okkar – Reykjavík fær 228 atkvæði eða 0,4%

P-listi Pírata fær 4.556 atkvæði eða 7,7%

R-listi Alþýðufylkingarinnar fær 149 atkvæði eða 0,3%

S-listi Samfylkingarinnar fær 15.260 atkvæði eða 25,9%

V-listi Vinstri grænna fær 2.700 atkvæði eða 4,6%

Y-listi Karlalistans fær 203 atkvæði eða 0,3%

Þ-listi Frelsisflokksins fær 147 atkvæði eða 0,2%

23 eru í borgarstjórn í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn fékk átta fulltrúa, Samfylkingin fékk sjö, Viðreisn fékk tvo, Píratar fengu tvo, Vinstri græn fengu einn, Miðflokkurinn fékk einn, Flokkur fólksins fékk einn og Sósíalistaflokkurinn fékk einn. Eftirfarandi eru borgarfulltrúar í Reykjavík.

1 D Eyþór Arnalds

2 S Dagur B. Eggertsson

3 D Hildur Björnsdóttir

4 S Heiða Björg Hilmisdóttir

5 D Valgerður Sigurðardóttir

6 S Skúli Helgason

7 C Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

8 P Dóra Björt Guðjónsdóttir

9 D Egill Þór Jónsson

10 S Kristín Soffía Jónsdóttir

11 J Sanna Magdalena Mörtudóttir

12 D Marta Guðjónsdóttir

13 M Vigdís Hauksdóttir

14 S Hjálmar Sveinsson

15 D Katrín Atladóttir

16 V Líf Magneudóttir

17 D Örn Þórðarson

18 S Sabine Leskopf

19 F Kolbrún Baldursdóttir

20 C Pawel Bortoszek

21 P Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

22 D Björn Gíslason

23 S Guðrún Ögmundsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×