Innlent

Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey fengu þrjá fulltrúa hvor flokkur og Eyjalistinn einn.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey fengu þrjá fulltrúa hvor flokkur og Eyjalistinn einn. Vísir/Einar
Jóhann Pétursson, formaður kjörstjórnar í Vestmannaeyjum, segir eðlilega ósk hafa komið um endurtalningu atkvæða eftir að ljóst var hve lítill munurinn væri á því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra menn inn og héldi meirihluta.

„Það var mjög eðlilegt en niðurstaðan var sú sama,“ segir Jóhann.

Elliði sagði í samtali við Vísi þegar úrslitin urðu ljós í nótt að munað hefði um fjögur atkvæði Sjálfstæðismanna sem bárust úr Valhöll. Þau hefðu skilað sér tuttugu sekúndum of seint í kjördeild í Eyjum.

Um var að ræða atkvæði sem greidd voru utankjörfundar.

„Það var mat yfirkjörstjórnar að þau hefðu komið eftir að kjörfundi lauk,“ segir Jóhann. Atkvæði verði að berast inn í kjördeild áður en kjörfundi lýkur klukkan tíu.

„Það var niðurstaðan að atkvæðin hefðu borist of seint.“

Jóhann segir ekki hægt að fullyrða hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið öll fjögur atkvæðin enda hefðu umslögin ekki verið opnuð. Það hefði ekki skipt máli. Niðurstaðan hefði orðið sú sama.

„D-listinn hefði þurft að bæta við sig fimm atkvæðum og H-listinn að missa fjögur,“ segir Jóhann sem hefur starfað í kringum kosningar frá árinu 1986.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×