Innlent

Loka­tölur úr Garða­bæ: Sjálf­stæðis­menn lang­stærstir

Bjarki Ármannsson skrifar
Þetta eru kjörnir bæjarfulltrúar Garðabæjar.
Þetta eru kjörnir bæjarfulltrúar Garðabæjar. Vísir/Gvendur
Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í Garðabæ og bætir við sig einum bæjarfulltrúa frá því á síðasta kjörtímabili. Flokkurinn er þannig með átta fulltrúa af ellefu mögulegum og hreinan meirihluta.

Hinir þrír bæjarfulltrúarnir falla í skaut Garðabæjarlistans, sem bauð í fyrsta sinn fram nú. Bæði Samfylkingin og Listi fólksins áttu einn fulltrúa í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem leið, en þeir flokkar buðu ekki fram að þessu sinni.

Það sama á við um Bjarta framtíð, sem náði tveimur mönnum inn í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn buðu báðir fram í Garðabæ en náðu engum manni inn.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur í Garðabæ og bætir við sig einum bæjarfulltrúa frá því á síðasta kjörtímabili.Vísir/Hjalti
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 62 prósent atkvæða, Garðarbæjarlistinn 28,1 prósent, Miðflokkurinn 6,8 prósent og Framsóknarflokkurinn 3,1 prósent. Kjörsókn var 67 prósent.

Ný bæjarstjórn lítur svona út: 



1  D Áslaug Hulda Jónsdóttir               

2  D Sigríður Hulda Jónsdóttir             

3  G Sara Dögg Svanhildardóttir         

4  D Sigurður Guðmundsson              

5  D Gunnar Valur Gíslason  

6  G Ingvar Arnarson               

7  D Jóna Sæmundsdóttir     

8  D Almar Guðmundsson    

9  G Harpa Þorsteinsdóttir   

10  D Björg Fenger     

11  D Gunnar Einarsson           




Fleiri fréttir

Sjá meira


×