Innlent

Lokatölur frá Seltjarnarnesi: Sjálfstæðisflokkurinn áfram með meirihluta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins heldur velli á Nesinu.
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins heldur velli á Nesinu. vísir/hjalti
Lokatölur í ellefta stærsta sveitarfélagi landsins, Seltjarnarnesi, liggja fyrir.

Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með meirihluta í bæjarstjórn þar sem hann er með fjóra bæjarfulltrúa af sjö.

Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa og Viðreisn/Neslisti einn.

Á kjörskrá voru 3.402 en atkvæði greiddu 2.560 sem gerir kjörsókn upp á 75,2 prósent. Auðir seðlar voru 61 og ógildir 11 en gild atkvæði skiptust þannig á milli flokkanna:

Sjálfstæðisflokkur hlýtur 1.151 atkvæði eða 46,3 prósent og fjóra menn kjörna

Samfylkingin hlýtur 693 atkvæði eða 27,9 prósent og tvo menn kjörna

Viðreisn/Neslisti hlýtur 380 atkvæði eða 15,3 prósent og einn menn kjörinn

Fyrir Seltjarnarnes hlýtur 264 atkvæði eða 10,6 prósent og nær ekki manni inn.

Sjö manns skipa bæjarstjórn Seltjarnarness sem lítur svona út:

1    D    Ásgerður Halldórsdóttir    

2    S    Guðmundur Ari Sigurjónsson    

3    D    Magnús Örn Gumundsson    

4    D    Sigrún Edda Jónsdóttir    

5    N    Karl Pétur Jónsson    

6    S    Sigurþóra Bergsdóttir    

7    D    Bjarni Torfi Álfþórsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×