Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 02:17 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48