Innlent

„Hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld.
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm
„Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu.

„Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur.

„Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar.

Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×