Innlent

Kolbrún full af auðmýkt og þakklæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbrún Baldursdóttir í sjónvaprpssal Stöðvar 2 í kvöld ásamt Degi B. Eggertssni og Dóru Björt Guðjónsdóttur.
Kolbrún Baldursdóttir í sjónvaprpssal Stöðvar 2 í kvöld ásamt Degi B. Eggertssni og Dóru Björt Guðjónsdóttur. Vísir/Vilhelm
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, var í skýjunum þegar hún mætti í sjónvarpssal Stöðvar 2 í Skaftahlíð í spjall oddvitanna í borginni.

Flokkurinn mælist með einn mann inni samkvæmt fyrstu tölum.

„Það var alveg dásamlegt að sjá það því maður vissi auðvitað ekkert,“ segir Kolbrún og vísar til þess hvernig flokkurinn hefur ýmist mælst með mann inni eða úti undanfarnar vikur í skoðanakönnunum.

„Við erum bara uppfull af þakklæti og auðmýkt. Þetta er ofsalega góð byrjun en við vitum öll að þetta eru bara fyrstu tölur.“

Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta fulltrúa samkvæmt fyrstu tölum, Samfylkingin sjö, Viðreisn tvo og Vinstri græn tvo. Flokkur fólksins, Píratar, Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn fengju einn hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×