Innlent

„Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“

Bjarki Ármannsson skrifar
Eyþór Arnalds uppi í pontu á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Eyþór Arnalds uppi í pontu á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm
„Ég er með eina samviskuspurningu fyrir ykkur: Eruð þið í stuði?“

Svona hófst ræða Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á kosningavöku flokksins fyrir stuttu. Svarið sem hann fékk frá samflokksmönnum sínum var í samræmi við þá staðreynd að flokkurinn mælist stærstur í borginni samkvæmt fyrstu tölum.

„Þetta er frábærar fyrstu tölur, þær bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur séð í borginni í tólf ár,“ sagði Eyþór kampakátur. „Hann er aftur þar sem hann á að vera: stærstur.“

Viðstaddir fögnuðu einnig þegar Eyþór benti á að sitjandi meirihluti – sem Eyþór sagði hafa setið „allt of lengi“ – er fallinn miðað við fyrstu tölur. Sagði Eyþór þetta skilaboð um að Reykvíkingar vilji breytingar og treysti Sjálfstæðismönnum til að leiða þær breytingar.

„Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ sagði Eyþór jafnframt. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta á nokkra vegu samkvæmt fyrstu tölum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×