Innlent

„Ef það er eitthvað sem vinstri menn kunna þá er það að halda gott partý“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín Oddný Sigurðardóttir er inni samkvæmt fyrstu tölum.
Elín Oddný Sigurðardóttir er inni samkvæmt fyrstu tölum.
Elín Oddný Sigurðardóttir, sem vermir annað sætið á lista VG í borginni, er inni samkvæmt fyrstu tölum. Hún er í skýjunum með stöðu mála en VG myndi þar með bæta við sig manni frá síðustu kosningum.

„Já, við höfum skynjað mikinn meðbyr, höfum verið að hitta fólk og okkar málflutningi hefur verið vel tekið. Vissulega gleðifréttir.“

Hún segist hafa boðið sig fram fyrst og fremst útaf velferðamálum en hún hefur verið formaður velferðarráðs undir lok kjörtímabilsins.

Vinstri græn halda til á Hótel Borg í kvöld og fram á nótt. Elín Oddný lofar gleði.

„Ég held að þetta verði besta partýið í bænum. Ekki of seint að mæt,“ segir Elín og sparar ekki stóru orðin:

„Ef það er eitthvað sem vinstri menn kunna þá er það að halda gott partý.“

Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta fulltrúa, Samfylkingin sjö, Viðreisn tvo og Vinstri græn tvo. Flokkur fólksins, Píratar, Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn fengju einn hver.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×