Stefnt er á að geta kynnt fyrstu tölur úr Reykjavík upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Þetta segir Eva B. Helgadóttir, formaður kjörstjórnar í Reykjavík, í samtali við Vísi rétt upp úr klukkan 23.
Reiknað hafði verið með því að fyrstu tölur myndu berast um ellefuleytið en fjöldi framboða gerir talningu erfiðara fyrir en alla jafna. Sextán listar eru í framboði í ár og kjörseðillinn eftir því sérstaklega stór.
„Fjöldi framboða stýrir náttúrulega hversu marga bunka þarf að flokka áður en hægt er að telja. Þannig að fjöldinn þyngir þetta aðeins,“ segir Eva en leggur áherslu á að talning gangi engu að síður mjög vel.
Aðspurð hvort það liggi því fyrir núna, í eitt skipti fyrir öll, að stærðin skipti máli segir Eva á léttum nótum:
„Það er búið að sanna það.“
„Vonandi getum við komið með tölur klukkan 23:30.“
Stærðin skiptir það miklu máli að tölum í Reykjavík seinkar
Tengdar fréttir
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga
Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast.