Gríðarleg spenna í Eyjum að mati Elliða: Við erum að fara inn í „overtime“ núna Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2018 22:37 Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53
Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34
Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30