Fótbolti

Jafnt í Íslendingaslagnum

Einar Sigurvinsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson fagnar með liðsfélögunum.
Guðmundur Þórarinsson fagnar með liðsfélögunum. vísir/getty
AIK og Norrköping gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn fór fram á Vinavellinum í Stokkhólmi, heimavelli AIK.

AIK var 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Kristoffer Olsson og Ahmed Yasin.

Á 53. mínútu minnkaði Andreas Johansson muninn fyrir Norrköping og skömmu síðar kom Haukar Heiðar Hauksson inn í vörn AIK.

Filip Dagerstål jafnaði metin fyrir Norrköping á 62. mínútu og aðeins sex mínútum síðar höfðu gestirnir tekið forystuna.

Markið skoraði David Moberg Karlsson eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Þórarinssyni, en hann lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá Norrköping. Arnór Sigurðsson spilaði síðustu 25 mínúturnar fyrir liðið.

Forysta Norrköping stóð þó ekki lengi því á 79. mínútu jafnaði Rasmus Lindkvist leikinn fyrir AIK og var það síðasta mark leiksins. Lokatölur 3-3 í miklum markaleik.

AIK situr í 2. sæti sænku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, einu stigi meira en Norrköping í 3. sætinu sem hefur þó leikið einum færri leiki en AIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×