Ætla að komast að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar Samúel Karl Ólason og Þorbjörn Þórðarson skrifa 26. maí 2018 10:04 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega. Þau hafi fjallað um málefni sem hafi hingað til ekki fengið mikla umfjöllun og Sósíalistaflokkurinn sé að færa valdið til fólksins. „Núna ætlum við bara að komast að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar,“ segir Sanna. Hún segir að flokknum hafi gengið vel að koma málstað sínum á framfæri, þrátt fyrir fjölda flokka í framboði. Samfélagsmiðlar hafi virkað vel og fólk hafi tengt við sögur flokksins. Varðandi atvik sem vakti mikla athygli í gær þar sem Sanna var spurð hvort þeir sem ætli sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust, segir Sanna að hún hafi verið mætt til þess að ræða um framboðið og stefnumál. „Ég var komin til að ræða það. Ekki einhvern mann sem er ekki einu sinni á lista hjá okkur. Ég held að ég hafi komið markmiðum okkar ágætlega til skila.“Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Spurð út í helstu baráttumál sín, komist hún í borgarstjórn segir Sanna: „Valdið til fólksins, húsnæði fyrir alla, mannsæmandi kjör fyrir alla.“ Hún segist bjartsýn fyrir daginn. Kosningar 2018 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega. Þau hafi fjallað um málefni sem hafi hingað til ekki fengið mikla umfjöllun og Sósíalistaflokkurinn sé að færa valdið til fólksins. „Núna ætlum við bara að komast að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar,“ segir Sanna. Hún segir að flokknum hafi gengið vel að koma málstað sínum á framfæri, þrátt fyrir fjölda flokka í framboði. Samfélagsmiðlar hafi virkað vel og fólk hafi tengt við sögur flokksins. Varðandi atvik sem vakti mikla athygli í gær þar sem Sanna var spurð hvort þeir sem ætli sér að kjósa Sósíalistaflokkinn geti treyst framkvæmdastjóra flokksins, Gunnari Smára Egilssyni, sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, sagði hafa oftar en einu sinni skilið launafólk eftir kauplaust, segir Sanna að hún hafi verið mætt til þess að ræða um framboðið og stefnumál. „Ég var komin til að ræða það. Ekki einhvern mann sem er ekki einu sinni á lista hjá okkur. Ég held að ég hafi komið markmiðum okkar ágætlega til skila.“Sjá einnig: Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Spurð út í helstu baráttumál sín, komist hún í borgarstjórn segir Sanna: „Valdið til fólksins, húsnæði fyrir alla, mannsæmandi kjör fyrir alla.“ Hún segist bjartsýn fyrir daginn.
Kosningar 2018 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira