Lifi náttúruverndin Óttar Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun