Borgin okkar allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun