Borgin okkar allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil sjá samfélag þar sem við öll fáum tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Lífið færir flestum okkar áskoranir til að takast á við og þær geta birst hvenær sem er, sama hvar við erum stödd á lífsleiðinni og hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða barnið okkar eða einhver nákominn lendir í vanda. Velferðarþjónustan á að vera til staðar og styðja okkur og valdefla þegar þörf er á. Við eigum að fá jöfn tækifæri og við eigum öll að geta treyst á stuðning.Meiri velferð Reykjavíkurborg hefur á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur og nánast eytt launamun kynjanna á vinnustöðum borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn og fjölskyldur í vanda. Við höfum hafið verkefni til að efla þverfaglega þjónustu í skólunum, því að það þarf að auka sálfræðiþjónustu og mæta betur þörfum ungmenna með fíknivanda. Við þurfum líka meiri fræðslu um geðheilsu og öflugri forvarnir. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum og styðja félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu í borginni. Innihaldsríkt líf Öll börn eiga að geta þroskað hæfileika sína í frístundastarfi. Við hækkuðum frístundastyrkinn og viljum halda áfram að efla frístundastarf um alla borg. Þar má nefna skólahljómsveitir, æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk, hverfisbarnakóra og tækifæri til að prófa margs konar íþróttir án endurgjalds. Við viljum styrkja félagsmiðstöðvar eldri borgara og þróa eins konar samfélagshús sem er opið öllum til að eiga góð og uppbyggileg samskipti, fræðast og sinna hugðarefnum sínum. Það þarf að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með enn betra Menningar- og heilsukorti eldri borgara. Örugg borg án ofbeldis Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í vinnu gegn hvers kyns ofbeldi. Starfsemi hófst í fyrra í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum einnig samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði, bættum öryggi í miðborginni og erum að innleiða forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Komin er í gang ný aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í samvinnu við grasrótina í borginni, lögregluna og Embætti landlæknis. Áfram Reykjavík Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu og við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikla og nútímalega borg þar sem enginn er skilinn eftir. Vilt þú vera með?Höfundur er borgarfulltrúi, varaformaður Samfylkingarinnar og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar