Samfylkingin er enn stærst í borginni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 02:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í Gamla bíó. Vísir/ernir Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45