Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael Ilan Pappe skrifar 25. maí 2018 07:00 Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi, frá Ísrael, hinum hernumda Vesturbakka og umsetna Gazasvæðinu ásamt samfélagi palestínskra flóttamanna víðsvegar um heiminn. Ástæður ákallsins eru augljósar. Þjóðarhreyfing Palestínumanna fór í gegn um tvö stig í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar í kjölfar hörmunganna (Nakbah) eftir stríðið 1948, þar sem land Palestínumanna var tekið eignarnámi af hreyfingu Síonista og helmingur þjóðarinnar var hrakinn burt frá sínu heimalandi í kerfisbundnum þjóðernishreinsunum ásamt því að helmingur palestínskra þorpa voru þurrkuð út. Fyrsta skrefið var einkennandi fyrir baráttuna gegn nýlendustefnunni sem hófst um 1950-1960 og var það vopnuð andspyrna sem mistókst (nema í því að halda þjóðernishreyfingunni á lífi og beina kastljósi heimsins að málinu). PLO, Frelsissamtök Palestínu, tóku við kyndlinum á níunda áratugnum með diplómatískum aðferðum sem gáfu af sér Óslóarsamkomulagið árið 1993. Ekki einungis brást Óslóarsamkomulagið algjörlega, heldur reyndist það vera bragð Ísraelsstjórnarinnar til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakkanum og Gaza. Í þessu friðarferli fengu Ísraelsmenn friðhelgi til að framkvæma nýlendustefnu sína á hernumdu svæðunum. Lífsgæði Palestínumanna, beggja vegna Grænu línunnar, versnuðu til muna eftir að friðarferlið mistókst. Staða flóttamanna var jafn slæm og lausnin varð enn fjarlægari eftir atburðina í Sýrlandi (palestínsku flóttamannabúðirnar í Yarmuk voru nánast þurrkaðar út). Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfsmorðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og friðsama andspyrnu sterkari í palestínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heillavænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni.Stuðlar að óróa nær og fjær Önnur ástæðan er sú, að hernámið heldur ekki aðeins áfram, það versnar dag frá degi. Við verðum að stöðva eyðileggingu Palestínu og Palestínumanna, fyrst og fremst vegna Palestínumanna sjálfra en einnig vegna Ísraela og Miðausturlanda og alls heimsins í raun. Hinn skelfilegi raunveruleiki Palestínu veldur uppnámi í múslima- og arabaheiminum og stuðlar að óróa nær og fjær. Þriðja og síðasta ástæðan er að sniðganga er friðsöm aðgerð sem hver maður með sómakennd ætti að styðja, einnig þeir sem vilja ekki standa aðgerðalausir hjá og ósnortnir af þjáningum þjóðar sem hafa staðið í meira en eina öld. Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvituð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suðurafrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Margir þeir sem upplifðu aðskilnaðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apartheid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka. Ég er ísraelskur gyðingur og geri mér fulla grein fyrir áhrifamætti þess að hvetja til sniðgöngu og viðskiptabanns gegn ríki mínu. Ég hef búið í Ísrael allt mitt líf og er sannfærður um að réttindamálin þrjú, sem sniðgönguáætlunin gengur út á og þrýstir á Ísraela um að virða og uppfylla, séu heilög hverjum heiðvirðum manni burtséð frá trú þeirra eða þjóðerni. Þetta er líka ástæða þess að svo margir gyðingar út um allan heim styðja sniðgönguáætlunina. Það verður að verja rétt Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza til að losna undan hernaðarlegri ánauð og ofbeldi, rétt Palestínumanna í Ísrael til að öðlast sömu borgaraleg réttindi og aðrir þegnar Ísraels og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Við viljum því senda þau skilaboð að á meðan Ísrael virðir ekki þessi réttindi eru Ísraelar útilokaðir frá alþjóðasamfélaginu.Höfundur er prófessor í sagnfræði við háskólann í Exeter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi, frá Ísrael, hinum hernumda Vesturbakka og umsetna Gazasvæðinu ásamt samfélagi palestínskra flóttamanna víðsvegar um heiminn. Ástæður ákallsins eru augljósar. Þjóðarhreyfing Palestínumanna fór í gegn um tvö stig í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar í kjölfar hörmunganna (Nakbah) eftir stríðið 1948, þar sem land Palestínumanna var tekið eignarnámi af hreyfingu Síonista og helmingur þjóðarinnar var hrakinn burt frá sínu heimalandi í kerfisbundnum þjóðernishreinsunum ásamt því að helmingur palestínskra þorpa voru þurrkuð út. Fyrsta skrefið var einkennandi fyrir baráttuna gegn nýlendustefnunni sem hófst um 1950-1960 og var það vopnuð andspyrna sem mistókst (nema í því að halda þjóðernishreyfingunni á lífi og beina kastljósi heimsins að málinu). PLO, Frelsissamtök Palestínu, tóku við kyndlinum á níunda áratugnum með diplómatískum aðferðum sem gáfu af sér Óslóarsamkomulagið árið 1993. Ekki einungis brást Óslóarsamkomulagið algjörlega, heldur reyndist það vera bragð Ísraelsstjórnarinnar til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakkanum og Gaza. Í þessu friðarferli fengu Ísraelsmenn friðhelgi til að framkvæma nýlendustefnu sína á hernumdu svæðunum. Lífsgæði Palestínumanna, beggja vegna Grænu línunnar, versnuðu til muna eftir að friðarferlið mistókst. Staða flóttamanna var jafn slæm og lausnin varð enn fjarlægari eftir atburðina í Sýrlandi (palestínsku flóttamannabúðirnar í Yarmuk voru nánast þurrkaðar út). Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfsmorðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og friðsama andspyrnu sterkari í palestínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heillavænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni.Stuðlar að óróa nær og fjær Önnur ástæðan er sú, að hernámið heldur ekki aðeins áfram, það versnar dag frá degi. Við verðum að stöðva eyðileggingu Palestínu og Palestínumanna, fyrst og fremst vegna Palestínumanna sjálfra en einnig vegna Ísraela og Miðausturlanda og alls heimsins í raun. Hinn skelfilegi raunveruleiki Palestínu veldur uppnámi í múslima- og arabaheiminum og stuðlar að óróa nær og fjær. Þriðja og síðasta ástæðan er að sniðganga er friðsöm aðgerð sem hver maður með sómakennd ætti að styðja, einnig þeir sem vilja ekki standa aðgerðalausir hjá og ósnortnir af þjáningum þjóðar sem hafa staðið í meira en eina öld. Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvituð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suðurafrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Margir þeir sem upplifðu aðskilnaðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apartheid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka. Ég er ísraelskur gyðingur og geri mér fulla grein fyrir áhrifamætti þess að hvetja til sniðgöngu og viðskiptabanns gegn ríki mínu. Ég hef búið í Ísrael allt mitt líf og er sannfærður um að réttindamálin þrjú, sem sniðgönguáætlunin gengur út á og þrýstir á Ísraela um að virða og uppfylla, séu heilög hverjum heiðvirðum manni burtséð frá trú þeirra eða þjóðerni. Þetta er líka ástæða þess að svo margir gyðingar út um allan heim styðja sniðgönguáætlunina. Það verður að verja rétt Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza til að losna undan hernaðarlegri ánauð og ofbeldi, rétt Palestínumanna í Ísrael til að öðlast sömu borgaraleg réttindi og aðrir þegnar Ísraels og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Við viljum því senda þau skilaboð að á meðan Ísrael virðir ekki þessi réttindi eru Ísraelar útilokaðir frá alþjóðasamfélaginu.Höfundur er prófessor í sagnfræði við háskólann í Exeter
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar