Áskoranir í persónuvernd– er þitt sveitarfélag tilbúið? Telma Halldórsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun