Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 22:30 Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni. vísir/getty „Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40