Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 22:30 Gwyneth Paltrow var 22 ára þegar Harvey Weinstein áreitti hana kynferðislega og hótaði henni. vísir/getty „Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ Þetta á leikarinn Brad Pitt að hafa sagt við Harwey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda, eftir að þáverandi kærastan hans Gwyneth Paltrow, leikkona, sagði honum frá því að Weinstein áreitti hana kynferðislega. Paltrow þurfti þó ekki á aðstoð Pitts að halda því hún bauð Weinstein birginn þegar hann stakk upp á því að þau færu saman inn í herbergi í nudd. Þegar hún neitaði kynferðislegum umleitunum Weinsteins hótaði hann henni. Hann sagði að hún myndi ekki hljóta neinn framgang í starfi því hann hefði svo mikil áhrif innan kvikmyndaiðnaðarins. Á þessum tíma var Paltrow aðeins 22 ára gömul og ekki orðin eins fræg og hún er í dag. Henni þótti þó vænt um að Pitt hafi varið sig því hann hafi nýtt eigin völd og áhrif í Hollywood gegn Weinstein. Henni var verulega brugðið þegar Weinstein áreitti hana. Hún hafi alls ekki búist við þessu og var í miklu uppnámi yfir uppákomunni. Hún var líka hrædd um að Weinstein léti verða af hótunum sínum og að hún myndi ekki fá að leika framar. Á þessum tíma höfðu þau ráðgert að Paltrow léki í tveimur kvikmyndum Weinsteins og var aðstöðumunur þeirra því mikill. Paltrow var lengi mjög tvístígandi með það hvort hún ætti að opna sig um sína reynslu af kvikmyndaframleiðandanum. Það væri svo mikið í húfi fyrir hana. Hún hafi að lokum þurft að telja í sig kjark til að ræða við blaðamenn New York Times sem fjölluðu fyrstir fréttamiðla um Harvey Weinstein málið.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51 Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun. 24. maí 2018 21:51
Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein. 10. maí 2018 17:26
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40