„Hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2018 21:14 Átta flokkar sækjast eftir því að stjórna málum í Hafnarfirði en það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Píratar og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Fulltrúar minnihlutaflokka í bæjarstjórn og nýrra framboða héldu því fram að bæjarfulltrúum, frambjóðendum og íbúum væri stillt upp í tvær fylkingar í þessu máli, annað hvort með íþróttum, FH og Haukum eða á móti. Átta flokkar sækjast eftir því að stjórna málum í Hafnarfirði en það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Píratar og Viðreisn. Fulltrúar þessara framboða mættu í sjónvarpssal í kvöld en mikil spenna er fyrir kosningarnar í Hafnarfjarðarbæ þar sem litlu munar hvort Sjálfstæðismenn eða Samfylkingin missi mann úr bæjarstjórn.Björt framtíð liðaðist í sundur Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir síðustu kosningar. Í júní í fyrra lögðu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fram tillögu þess efnis að byggja tvö knatthús í bænum fyrir annan milljarð króna, en ráðgert var að þessi knatthús myndu rísa á svæði FH-inga í Kaplakrika og svæði Hauka á Ásvöllum. Bæjarfulltrúar felldu þessa tillögu með því að styðja hana ekki. Restin af kjörtímabilinu hefur farið að stórum hluta í að deila um framkvæmdir á þessum knatthúsum og sagði til að mynda Fréttablaðið frá því að Björt framtíð hefði liðast í sundur í þessu máli, en fulltrúar flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sögðu sig úr flokknum en sátu áfram í bæjarstjórn sem óháðir bæjarfulltrúar.Taldi knatthúsin atkvæðaveiðar sem bærinn hefði ekki efni á Adda María Jóhannsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi. Hún sagði þetta mál sem varðar knatthúsin snúast um loforð þess efnis að reisa knatthús til að kaupa vinsældir og atkvæði sem bæjarfélagið hefur ekki efni á. Sagði hún málinu stillt upp þannig að annað hvort sé fólk með íþróttum eða á móti FH eða Haukum.Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bæjarlistans, Adda María Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir oddviti VG, Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti Framsóknarflokksins og Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins. Vísir/VilhelmRósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, fullyrti að sveitarfélagið hefði efni á þessum tveimur yfirbyggðu knatthúsum. Húsin sem ætti að byggja væru ekki af dýrustu sort og í raun skjól fyrir ungmenni og börn sem stunda þessa íþrótta. Hún sagði knattspyrnuna hafa setið á hakanum í þessu 30 þúsund manna sveitarfélagi og hafnaði því að um væri að ræða ódýrt kosningaloforð. Meirihlutinn hefði sýnt fram á að Hafnarfjörður hefði efni á þessum framkvæmdum.Sagði fólki stillt upp í fylkingar Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, sagði fyrirkomulagið á því hvernig þessi mál hefðu verið rædd ekki vera að virka. Fólki væri stillt upp í fylkingar og egnt saman. „Það er hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður. Þetta á ekki að vera svona. Við sjáum það hvernig við tölum saman. Þetta er karp í stað samvinnu og sáttar,“ sagði Jón Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir sagði meirihlutann hafa fylgt stefnu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og þar sé ákveðin forgangsröðun í gangi. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, en hún var áður í Bjartri framtíð, sagði meirihlutann hafa látið gera greiningu á fjárhagslegum samskiptum íþróttahreyfingarinnar og bæjarins og þar sé um ákveðið gagnsæi að ræða og fagleg vinnubrögð, líkt og kallað væri eftir.Píratinn sagði þjóunstuna eiga að nýtast öllum Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, oddviti Pírata í Hafnarfirði, sagði það ekki að ástæðulausu sem þetta mál komi upp fyrir kosningar en hún sagði Pírata gera sér grein fyrir að um alvarlegt mál væri að ræða þar sem Haukar þurfi að æfa úti á veturna. Hún tók það hins vegar fram að þetta ætti að vera þjónusta fyrir alla og fara ætti í staðarvalsgreiningu og byggja fjölnotahús sem nýtist öllum, ekki bara FH-ingum og Haukum. Sigurður Þór Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði, sagði koma til greina að byggja nýtt hús á hlutlausum stað og gera á því greiningu hvort það kunni að gera sig. Koma fleiri greinar til greina og nefndi til að mynda að Dansfélag Hafnarfjarðar þyrfti að reka starfsemi sína í afar lélegu húsnæði.Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, oddviti Pírata, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Jón Ingi Hákonarson oddviti Viðreisnar. Vísir/VilhelmHvað væri hægt að byggja margar félagslegar íbúðir? Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, sagði að sveitarfélagið ætti að breyta forgangsröðuninni og benti á að sveitarfélagið væri nú þegar ekki að sinna lögbundinni þjónustu nógu vel. Spurði hún hvort sveitarfélagið ætlaði að bjóða upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara, byggja leikskóla sem brúa bilið á milli fæðingarorlofs og spurði jafnframt hvað væri hægt að byggja margar félagslegar íbúðir fyrir þessar fjárhæðir auk leikskóla. Á meðan væri verið að rífast um hvort byggja eigi eitt eða tvö knatthús. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, sagði flokkinn vilja fylgja forgangsröðun ÍBH þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og þar sé Kaplakriki næstur.Eftir á í uppbyggingu Ágúst Bjarni minntist einnig á að Hafnarfjörður hefði algjörlega setið eftir þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis og benti á að 150 íbúðir væru í uppbyggingu í Hafnarfirði á meðan verið væri að byggja 1.000 íbúðir í Kópavogi. Þá var einnig komið inn á að Hafnarfjörður væri dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þegar horft væri til ungs fólks. Fulltrúar meirihlutans bentu á að tekið hefði verið á fjármálum bæjarfélagsins við upphaf kjörtímabilsins. Sú vinna hefði verið unnin í samstarfi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og nú væri staðan önnur. Bæjarfélagið skilaði afgangi og væri að fara að framkvæma fyrir eigið fé, en áður þurfti að taka dýr lán fyrir framkvæmdum og til að borga af eldri lánum. Þá hefði verið stofnuð nefnd um gjaldskrár og hefði Hafnarfjarðarbær nálgast önnur sveitarfélögum þegar kemur að þeim. Þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Frambjóðendur í Hafnarfjarðarbæ tókust hart á um byggingu knatthúsa í bæjarfélaginu í kappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Fulltrúar minnihlutaflokka í bæjarstjórn og nýrra framboða héldu því fram að bæjarfulltrúum, frambjóðendum og íbúum væri stillt upp í tvær fylkingar í þessu máli, annað hvort með íþróttum, FH og Haukum eða á móti. Átta flokkar sækjast eftir því að stjórna málum í Hafnarfirði en það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Píratar og Viðreisn. Fulltrúar þessara framboða mættu í sjónvarpssal í kvöld en mikil spenna er fyrir kosningarnar í Hafnarfjarðarbæ þar sem litlu munar hvort Sjálfstæðismenn eða Samfylkingin missi mann úr bæjarstjórn.Björt framtíð liðaðist í sundur Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir síðustu kosningar. Í júní í fyrra lögðu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn fram tillögu þess efnis að byggja tvö knatthús í bænum fyrir annan milljarð króna, en ráðgert var að þessi knatthús myndu rísa á svæði FH-inga í Kaplakrika og svæði Hauka á Ásvöllum. Bæjarfulltrúar felldu þessa tillögu með því að styðja hana ekki. Restin af kjörtímabilinu hefur farið að stórum hluta í að deila um framkvæmdir á þessum knatthúsum og sagði til að mynda Fréttablaðið frá því að Björt framtíð hefði liðast í sundur í þessu máli, en fulltrúar flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sögðu sig úr flokknum en sátu áfram í bæjarstjórn sem óháðir bæjarfulltrúar.Taldi knatthúsin atkvæðaveiðar sem bærinn hefði ekki efni á Adda María Jóhannsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi. Hún sagði þetta mál sem varðar knatthúsin snúast um loforð þess efnis að reisa knatthús til að kaupa vinsældir og atkvæði sem bæjarfélagið hefur ekki efni á. Sagði hún málinu stillt upp þannig að annað hvort sé fólk með íþróttum eða á móti FH eða Haukum.Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti Bæjarlistans, Adda María Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir oddviti VG, Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti Framsóknarflokksins og Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins. Vísir/VilhelmRósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, fullyrti að sveitarfélagið hefði efni á þessum tveimur yfirbyggðu knatthúsum. Húsin sem ætti að byggja væru ekki af dýrustu sort og í raun skjól fyrir ungmenni og börn sem stunda þessa íþrótta. Hún sagði knattspyrnuna hafa setið á hakanum í þessu 30 þúsund manna sveitarfélagi og hafnaði því að um væri að ræða ódýrt kosningaloforð. Meirihlutinn hefði sýnt fram á að Hafnarfjörður hefði efni á þessum framkvæmdum.Sagði fólki stillt upp í fylkingar Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, sagði fyrirkomulagið á því hvernig þessi mál hefðu verið rædd ekki vera að virka. Fólki væri stillt upp í fylkingar og egnt saman. „Það er hreint ömurlegt að það sé verið að byggja hér knattspyrnuhús og helmingur bæjarins er alveg brjálaður. Þetta á ekki að vera svona. Við sjáum það hvernig við tölum saman. Þetta er karp í stað samvinnu og sáttar,“ sagði Jón Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir sagði meirihlutann hafa fylgt stefnu Íþróttabandalags Hafnarfjarðar þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og þar sé ákveðin forgangsröðun í gangi. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans, en hún var áður í Bjartri framtíð, sagði meirihlutann hafa látið gera greiningu á fjárhagslegum samskiptum íþróttahreyfingarinnar og bæjarins og þar sé um ákveðið gagnsæi að ræða og fagleg vinnubrögð, líkt og kallað væri eftir.Píratinn sagði þjóunstuna eiga að nýtast öllum Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, oddviti Pírata í Hafnarfirði, sagði það ekki að ástæðulausu sem þetta mál komi upp fyrir kosningar en hún sagði Pírata gera sér grein fyrir að um alvarlegt mál væri að ræða þar sem Haukar þurfi að æfa úti á veturna. Hún tók það hins vegar fram að þetta ætti að vera þjónusta fyrir alla og fara ætti í staðarvalsgreiningu og byggja fjölnotahús sem nýtist öllum, ekki bara FH-ingum og Haukum. Sigurður Þór Ragnarsson, oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði, sagði koma til greina að byggja nýtt hús á hlutlausum stað og gera á því greiningu hvort það kunni að gera sig. Koma fleiri greinar til greina og nefndi til að mynda að Dansfélag Hafnarfjarðar þyrfti að reka starfsemi sína í afar lélegu húsnæði.Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, oddviti Pírata, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Jón Ingi Hákonarson oddviti Viðreisnar. Vísir/VilhelmHvað væri hægt að byggja margar félagslegar íbúðir? Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði, sagði að sveitarfélagið ætti að breyta forgangsröðuninni og benti á að sveitarfélagið væri nú þegar ekki að sinna lögbundinni þjónustu nógu vel. Spurði hún hvort sveitarfélagið ætlaði að bjóða upp á heimaþjónustu fyrir eldri borgara, byggja leikskóla sem brúa bilið á milli fæðingarorlofs og spurði jafnframt hvað væri hægt að byggja margar félagslegar íbúðir fyrir þessar fjárhæðir auk leikskóla. Á meðan væri verið að rífast um hvort byggja eigi eitt eða tvö knatthús. Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði, sagði flokkinn vilja fylgja forgangsröðun ÍBH þegar kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja og þar sé Kaplakriki næstur.Eftir á í uppbyggingu Ágúst Bjarni minntist einnig á að Hafnarfjörður hefði algjörlega setið eftir þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis og benti á að 150 íbúðir væru í uppbyggingu í Hafnarfirði á meðan verið væri að byggja 1.000 íbúðir í Kópavogi. Þá var einnig komið inn á að Hafnarfjörður væri dýrasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þegar horft væri til ungs fólks. Fulltrúar meirihlutans bentu á að tekið hefði verið á fjármálum bæjarfélagsins við upphaf kjörtímabilsins. Sú vinna hefði verið unnin í samstarfi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og nú væri staðan önnur. Bæjarfélagið skilaði afgangi og væri að fara að framkvæma fyrir eigið fé, en áður þurfti að taka dýr lán fyrir framkvæmdum og til að borga af eldri lánum. Þá hefði verið stofnuð nefnd um gjaldskrár og hefði Hafnarfjarðarbær nálgast önnur sveitarfélögum þegar kemur að þeim. Þáttinn í heild má sjá hér fyrir neðan:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. 11. maí 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09