Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. maí 2018 19:41 Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39