Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. maí 2018 19:41 Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39