Sport

Leikmenn fá sekt fyrir að krjúpa yfir þjóðsöngnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Colin Kaepernick og Eric Reid, liðsfélagi hans, mótmæla á meðan þjóðsöngurinn er spilaður.
Colin Kaepernick og Eric Reid, liðsfélagi hans, mótmæla á meðan þjóðsöngurinn er spilaður.
Ný reglugerð í NFL deildinni bannar leikmönnum að krjúpa á kné á meðan bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður í upphafi leikja og geri þeir það verða þeir sektaðir.

Árið 2016 gerði Colin Kaepernick þetta fyrstur manna og margir leikmenn fylgdu síðar meir fordæmi hans. Þeir krupu til þess að mótmæla harkalegri meðferð lögreglumanna á fólki af afrískum uppruna, en margir leikmenn deildarinnar falla í þann flokk.

„Það var óheppilegt að þessi mótmæli gáfu áhorfendunum þá upplifun að leikmennirnir væru ekki þjóðræknir. Það var ekki og hefur aldrei verið rétt. Á þessu tímabili skulu allir sem tengjast deildinni eða liðunum standa og sýna fánanum og þjóðsöngnum virðingu,“ sagði Roger Goodell, forráðamaður NFL deildarinnar.

Þeir leikmenn sem ætla ekki að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður fá ekki að koma inn á völlinn fyrr en eftir að honum lýkur og þurfa að vera inn í klefa þangað til.

Í nýju reglugerðinni kemur ekki fram um hversu háa upphæð félögin verða sektuð brjóti leikmenn þeirra reglurnar.

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick heiðraður af Amnesty

Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers, var heiðraður af Amnesty International fyrir mótmæli hans gegn kynþáttamismunun.

Kaepernick fer í mál við eigendur liðanna í NFL

Colin Kaepernick hefur farið í mál við eigendur liðanna í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann telur að það séu samantekin ráð þeirra að semja ekki við hann vegna mótmæla hans gegn kynþáttafordómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×