Trump meinað að útiloka gagnrýnisraddir á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 23:30 Donald Trump er afar virkur á Twitter. Vísir/Getty Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning. Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að loka á gagnrýnisraddir með því að „blokka“ eða útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Þetta er niðurstaða í dómsmáli sem höfðað var af sjö einstaklingum sem útilokaðir voru frá því að senda Trump skilaboð.Notendur Twitter geta á tiltölulega auðveldan hátt blokkað eða útilokað þá sem þeir vilja ekki eiga í samskiptum við. Það var það sem Donald Trump eða starfsmenn hans gerðu við minnst sjö einstaklinga sem gagnrýndu Trump á Twitter. Höfðuðu þeir mál gegn Trump, Dan Scavino, yfirmanni samskiptamiðladeildar Hvíta hússins og Sean Spicer, þáverandi fjölmiðlafulltrúa Trump. Var málið höfðað á grundvelli þess að útilokun frá Twitter-reikningi Trump fæli í sér brot á stjórnarskrárvörðum réttindum borgara Bandaríkjanna af hálfu Hvíta hússins, samkvæmt fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem tryggir meðal annars málfrelsi í Bandaríkjunum. Málið var höfðað í New York og í dómi Naomi Reice Buchwald sem dæmdi í málinu segir að forseti Bandaríkjanna megi ekki brjóta á stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að gagnrýna forsetann. Þrátt fyrir að brotið væri ekki alvarlegt fæli útilokunin engu að síður í sér skerðingu á málfrelsi þeirra sem höfðuðu málið. Vörn lögmanna Hvíta hússins byggðist á því að þrátt fyrir að þeir sem voru blokkaðir gætu ekki sent Trump skilaboð gætu þeir en séð tíst forsetans, sem hafa í forsetatíð hans orðið ein helsta leið hans til þess að koma skilaboðum á framfæri við almenning.
Donald Trump Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira