Íslenski boltinn

Sjáðu þegar Blikarnir voru rændir marki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikar voru rændir marki í leik sínum gegn Víkingi í Pepsi-deild karla í kvöld en dómarateymi leiksins mistókst að sjá að skot Gísla Eyjólfsson endaði fyrir innan marklínuna.

„NEI! HA? Gísli á skot sem fór í slána og niður á línuna og Andreas Larsen handsamar hann. Ég held að boltinn hafi verið kominn inn! Stuðningsmenn Blika eru á sama máli en markið ekki gefið,” segir í textalýsingu Vísis frá leiknum.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og var skot Gísla á 87. mínútu svo það kom á afar mikilvægu augnabliki.

Ágúst Gylfason vildi meina í leikslok að það væri lögmál að ef boltinn skoppaði svona eins og hann gerði í tilfelli Gísla að þá hafi boltinn farið inn fyrir línuna.

„Ég hef ekkert heyrt en er ekki lögmálið af ef boltinn snýst svona út úr markinu að þá hljóti hann að hafa verið inni,” sagði Ágúst í leikslok.

Pepsimörkin fóru yfir þetta í kvöld og með nýjustu tækni sést að boltinn fór inn fyrir línuna.

Myndband af atvikinu má sjá í glugganum hér að ofan og mynd hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×