„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 11:50 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal í ár. Hann hefur fylgt íslensku hópunum út í Eurovision um nokkurt skeið. Vísir/Stefán Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53