Segir lóðina í gíslingu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Stór jörð sem eigandinn fær ekki að breyta í íbúabyggð. Vísir/ernir Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Eigandi jarðarinnar Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á því að bæjaryfirvöld synji honum um að reisa íbúabyggð á lóðinni. Hann segir bæjaryfirvöld meðal annars bera fyrir sig vilja fyrri eiganda, manns sem lést árið 2009, um að lóðin skyldi haldast óbyggð og gróðurinn sem fyrri eigandi hafði lagt sál sína í að rækta varðveittur. Lögmaður núverandi eiganda segir þennan vilja hvergi koma fram í opinberum gögnum, kvöðum á eigninni, erfðaskrá hins látna né annars staðar. Svo virðist sem einhvers konar munnlegt samkomulag haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun bæjarins um að synja eigandanum um deiliskipulag á lóðinni hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Árni Helgason, lögmaður.Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar og á henni stendur 364 fermetra hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en arfleiddi ýmis samtök að jörðinni þegar hann lést í apríl 2009. Nýir eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að selja hana og keypti félagið Dalsnes ehf., sem er í eigu Ólafs Björnssonar, fasteignina og lóðaréttindin árið 2011. Árni Helgason, lögmaður Dalsness ehf., segir að hvergi í söluferli eignarinnar hafi komið fram að kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjaryfirvalda til þess að skipulögð verði íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á lóðinni valdi miklum vonbrigðum, enda verulegur skortur á húsnæði fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum alltaf verið að kalla eftir því hjá bænum hvar jörðin var sett í þessi álög um aldur og ævi en það hefur aldrei komið í ljós þrátt fyrir að það hafi litað afstöðu bæjarins í málinu,“ segir Árni og bendir á að allt um kring séu áþekkar lóðir sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi eitthvað að breytast. „Þetta er einkalóð í dag og það væri heiðarlegra ef bærinn keypti þetta þá og breytti í grænt svæði. En það hefur ekki verið neinn vilji í þá átt heldur.“Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þó í samtali við Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir þeim möguleika að bærinn kaupi jörðina aftur, berist tilboð um slíkt, enda minnugur hugmyndar fyrri eiganda um að jörðin standi óröskuð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að svæðið verði grænt en ekki undirlagt þéttri íbúabyggð. „Við leggjum mikið upp úr því að halda í græn svæði og þarna er skógrækt og mikil saga á bak við. Það skiptir máli að mínu mati. Að ekki sé byggt út í allar línur.“ Nýjar hugmyndir Dalsness um jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í gær. Þar er leitað álits á því að húsið á jörðinni verði rifið, byggt þúsund fermetra einbýlishús í staðinn sem nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn og lóðin girt af. Slíkt myndi falla innan núverandi skipulagsheimilda. Árni spyr sig þó hvort það sé virkilega það sem menn vilji, fyrst Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúabyggð á lóðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira