Fjórðungur heimsbyggðarinnar of feitur árið 2045 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Offita verður æ algengari. Vísir/getty Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira