Lífeyrissjóðir vilja selja 13 prósent í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 23. maí 2018 06:00 Hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 2,2 milljarðar í fyrra og jókst um 200 milljónir, einkum vegna aukinnar raforkuframleiðslu og hækkandi álverðs. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja 12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku. Formlegt söluferli hófst í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, en væntingar eru um að á bilinu sjö til átta milljarðar króna geti fengist fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu. Miðað við það verðmat er markaðsvirði fyrirtækisins um 55 til 63 milljarðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með söluferlinu. Talsverður áhugi er sagður vera á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal erlendra og innlendra fjárfesta, en gert er ráð fyrir að óskuldbindandi tilboð muni berast í næsta mánuði. Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast í lok sumars. Tæplega þrettán prósenta hluturinn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins í júlí í fyrra þegar samkomulag náðist við Magma Energy, dótturfélag kanadíska orkufélagsins Alterra, um uppgjör á skuldabréfi sem Magma hafði gefið út við kaup á hlut sínum í HS Orku árið 2009. Í stað þess að greiða útistandandi höfuðstól skuldabréfsins skömmu fyrir gjalddaga var um það samið að ORK, sem hafði keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst 2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga að veði þess og yfirtaka þannig 12,7 prósenta hlut í HS Orku af Magma. Við það minnkaði hlutur Magma úr 66,6 prósentum í 53,9 prósent, en fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig 33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarmi. Magma Energy er í dag í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex en það gekk í byrjun ársins frá kaupum á öllu hlutafé Alterra. Samkvæmt samþykktum HS Orku hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frágengnu, forkaupsrétt að hlutum í fyrirtækinu við eigendaskipti í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Samhliða samkomulaginu við ORK í fyrra féll Magma Energy frá forkaupsrétti sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma einnig að nýta sér ekki forkaupsréttinn og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut.Á 30 prósent í Bláa lóninu HS Orka, sem á og rekur orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi, er eina orkufyrirtæki landsins sem er í eigu einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í fyrra nam 4.588 milljónum króna og jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku um 430 milljónir og voru rúmlega 7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður að fjárhæð 440 milljónir króna til hluthafa á þessu ári. Heildareignir HS Orku námu 48,4 milljörðum í árslok 2017 og eigið fé félagsins var um 35,5 milljarðar. Á meðal eigna HS Orku er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var eignarhlutur fyrirtækisins settur í söluferli um miðjan maí á síðasta ári og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, eða um 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af sölunni eftir að stjórn Jarðvarma ákvað að beita neitunarvaldi sínu, á grundvelli hluthafasamkomulags um minnihlutavernd, og hafna tilboðinu. Mikillar óánægju gætti hjá stjórnendum Alterra, þáverandi eigendum Magma Energy, með ákvörðun lífeyrissjóðanna að hafna tilboði Blackstone, enda hafi það verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var að setja hlut félagsins í söluferli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira