Starfsmenn eignast Summu að fullu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu. Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira