Hefur fulla trú á getu Trump til að koma á friði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2018 23:30 Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14