Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 16:30 Donald Trump. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist. Donald Trump Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist.
Donald Trump Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira