„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2025 11:02 Sigurður Kristófer var formaður Kyndils. Hann er fyrir miðju á myndinni en með honum eru félagar hans í Kyndli. Landsbjörg Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“ Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan á æfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Ákvörðun um að heiðra minningu hans með þessum hætti var tekin í samráði við fjölskyldu hans. „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum. Núna er hann dáinn og þetta er aftur að gerast. Ég á ekki orð,“ segir Karin og að hún sé gjörsamlega miður sín yfir því að fólk sem sé að selja neyðarkallinn verði fyrir áreiti. „Ég eyddi öllu mínu lífi í að verja hann og stend nú í sömu sporum, nema hann er dáinn,“ segir Karin. Hún hafi lesið fréttina um þessar niðrandi athugasemdir fyrir svefninn í gær og fengið áfall. „Siggi, ekki bara af því að hann var barnið mitt, hann var framúrskarandi góður, og ég bara get ekki tekið þessu,“ segir Karin í samtali við fréttastofu. Hún segir að það verði að bregðast við þessum fordómum og kallar eftir viðbrögðum. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn Ingvar Jónsson markþjálfi vakti máls á því í gær í Facebook-færslu að dóttir hans hafi orðið fyrir ítrekuðu áreiti í gær við sölu á Neyðarkallinum. „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki,“ sagði hann í færslu sinni. Örfá tilvik Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landbjargar, segist hafa heyrt í sínu fólki í gær og hann hafi fengið fregnir af fleiri atvikum en segir þau örfá. „Okkur þykir þetta afar leiðinlegt en þetta eru algjörar undantekningar, sem betur fer. Það er ánægjulegt að sjá hvað yfirgnæfandi meirihluti sem gefur sig á tal við björgunarsveitarfólk er ánægt og fæstir hafi tekið eftir því að húðliturinn er öðruvísi en hann hafi verið, eða eru ekkert að spá í það,“ segir Jón Þór. Hann segir björgunarsveitarfólk ekki fara í manngreinarálit, hvorki á þeim sem sinni björgunarsveitarstörfum né þeim sem björgunarsveitarfólk aðstoðar. Björgunarsveitin sé þverskurður af þjóðinni eins og hún er hverju sinni og fjölbreytileiki hennar hafi því aukist eins og þjóðarinnar, hvað varðar kynþátt, litarhaft og tungumál. „Þess vegna þykir okkur afar leiðinlegt að vera vitni að svona en við hristum þetta af okkur og höldum áfram.“
Kynþáttafordómar Björgunarsveitir Mosfellsbær Bláskógabyggð Tengdar fréttir „Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Þetta var hræðilegt slys“ Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. 4. nóvember 2024 18:38