Hlustið á fólkið á gólfinu Baldvin Már Baldvinsson skrifar 22. maí 2018 14:00 Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið á leikskóla í 12 ár, enda kolféll ég fyrir því ósérhlífna og mikilvæga starfi sem unnið er á leikskólum landsins. Skilningur borgaryfirvalda á þessum málaflokki hefur oft á tíðum lítill. Margir borgarfulltrúar virðast ekki átta sig á því að samræða við starfsfólk leikskóla skipti máli. Margt af því sem hefur reynst erfitt undanfarin ár eins og sameiningar margra leikskóla, hefði verið hægt að gera auðveldara með því að opna á samræður við allt starfsfólk leikskólanna og ræða málin. Því hefur það oft verið blaut tuska framan í mann í starfi hversu lítinn skilning borgaryfirvöld sýna þessum málaflokki og hversu mikið starfsfólk þarf að berjast fyrir hinum minnstu hlutum. Þessu vill ég sjá breytingar á.Í leikskólunum er grunnurinn lagður Baráttumál okkar sem vinna á leikskólum eru þau sömu í dag og þegar ég byrjaði að vinna þar. Að bæta starfsumhverfi, fækka börnum á deildum og hækka laun. Álag í starfinu er oft gríðarlegt vegna manneklu þar sem fáir starfsmenn bera ábyrgð á vellíðan fjölmargra barna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, og að sumu leyti mikilvægasta skólastigið, því þar er lagður grunnur að öllu því sem á eftir kemur. Leikskólar eru nefnilega ekki geymslustaður fyrir börn yfir daginn meðan foreldrarnir vinna eða eru sjálf í námi. Leikskólar eru ekki þjónusta við atvinnulífið. Leikskólinn er skóli. Í leikskólum læra börnin okkar að vinna með tungumálið, þau læra félagsfærni. Þau taka fyrstu skrefin í stærðfræðinámi, læra fínhreyfingar og margt fleira. Þau læra að taka fyrstu skrefin í átt að því að verða fullorðnir einstaklingar. Samhliða því að börnin læri þá gerum við okkar besta til að skapa öruggt og heimilislegt umhverfi sem veitir börnunum vellíðan. Það aftur er foreldrunum mikilvægt, sú hugarró sem fylgir því að vita af börnunum sínum öruggum og að þeim líði vel. Því hvað annað er mikilvægara en að börnunum okkar líði vel? Til þess þurfum við að efla leikskólana.Af hverju treysti ég VG? Ein ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir VG fyrir þessar kosningar var ekki aðeins að Líf Magneudóttir hefur lagt áherslu á að efla leikskólana, heldur að áherslur hennar eru í samræmi við það sem ég tel að sé brýnast að gera. Sérstaklega mikilvægi þess að bæta kjör og minnka óhóflegt álag á starfsfólkið. Fólk skiptir máli, og ég treysti Líf í leikskólamálunum. Önnur er sú að eftir að VG kom inn í meirihlutasamstarfið 2014 var loksins horfið frá niðurskurði sem hafði einkennt öll árin á undan og framlög til leikskólanna aukin verulega. En við þurfum að gera miklu betur í leikskólamálum. Við viljum eiga frumkvæðið meðal annars með að hækka laun þeirra sem vinna á leikskólum, við viljum tryggja færri börn á deildum, að ráðið verði í fleiri afleysingarstöður og við viljum halda áfram að styrkja og hvetja ófaglærða að fara í leikskólakennaranám. Okkar auður eru börnin og okkar skylda er að mennta börnin okkar vel. Og það skiptir máli að það sé gert á öllum skólastigum. Börnin eiga það skilið, og starfsfólk leikskóla á það skilið að þeim sé sýnd sú virðing af borgaryfirvöldum að hlustað sé á kröfur leikskólanna og þeim sé mætt. Með VG í borgarstjórn að loknum kosningum munu leikskólamál vera forgangsmál. Baldvin Már Baldvinsson. Höfundur er ófaglærður deildarstjóri og skipar 17. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun