Meiðsli Hannesar Þórs ekki alvarleg Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 08:30 Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45